Frjáls stafaleikur
Ég var svo heppin að finna í Góða hirðinum stóran poka af plaststöfum sem aldrei höfðu verið notaðir. Fjögur þriggja ára börn hjálpuðu mér að opna pokann og ég leyfði þeim að leika sér frálst með stafina. Það varð svo yndisleg stund hjá okkur og það var virkilega gaman að fylgjast með þeim og hvernig þau nálguðust efniviðinn.
Ein stelpa fór strax að leita að stafnum sínum og vildi skrifa nafnið sitt, sem tókst með aðstoð. Önnur stelpa byrjaði að búa til stórt andlit úr stöfunum. Strákarnir voru að leika sér saman. Þeir voru að raða fullt af bláum x-um í röð og voru með nokkra bíla, tvær kartöflur og stafafjall með í leiknum sínum líka.
Síðast breytt
Síða stofnuð