Galdrakarlar í textíl

Stelpurnar tvær gerðu dásamlega sokka-galdrakarla í saumakróknum hennar Guðrúnar. Guðrún Björnsdóttir hefur unnið á Urðarhóli í næstum 20 ár og hefur glatt fjölda barna með textílsköpun.

Ferlið var svolítið langt en alls ekki flókið og stelpurnar fengu yndislega gæðastund með Guðrúnu á meðan á því stóð. Þær voru allan tímann mjög kátar og áhugasamar og voru mikið að að hugsa um leikritið sem þær ætluðu að gera með galdrakarlana sína þegar þeir væru orðnir tilbúnir.

Vefnaðarkarlar

"Það er skemmtilegt að vefa" segja börnin á Urðarhóli og vel hefur tekist til með vefnaðinn. Þeim þykir gaman og gengur það vel." Þetta skrifar Guðrún Björnsdóttir í bókinni sinni: "Viltu koma að sauma?" som kom út árið 2017. Hér er dæmi um vefnaðaverkefni þar sem börnin vöfðu figúrur (sem gætu allt eins verið galdrakarlar).

Bókin hennar Guðrúnar Björnsdóttur

Verklýsing, bls. 25:

  • Pappinn er tilsniðinn að þeirri stærð sem hann á að vera; aflangur og ekki of breiður, fer eftir því hvað á að vefa.
  • Klippt er upp í endana með sentimetra millibili beggja vegna.
  • Uppistaðan er þrædd í hökin fram og til baka (ekki aftur fyrir) þannig að ekki eyðist of mikið af uppistöðunni sem er garn, fínn hampur eða sláturgarn.
  • Gott er að setja papparæmur undir uppistöðuna í sitt hvorn endann svo að auðvelt sé að vefa (þ.e. að uppistaðan liggi ekki niðri á spjaldinu).
  • Ívafið er fest í nálina og þrætt í vefinn upp og niður, fram og til baka, þá fléttast ívafið saman við uppistöðuna.
  • Gengið er frá uppistöðunni með því að binda saman þræðina eða sauma þá niður með jafanál.
  • Í lokin er gengið frá verkinu og sköpunargleði barna látin ráða útkomu.

Ef maður hefur áhuga á að eignast bókina hennar Guðrúnar má hafa samband við hana gegnum netfangið gudrunbjornsdottir1@gmail.com .

Það er svo notalegt að fá gæðastund með Guðrúnu.

Maður getur dundað sér lengi með því að velja fallegar perlur og tölur.

Síðast breytt
Síða stofnuð