Galdrapottsleikur

"Hókus pókus!". Galdrakarlinn sveiflar töfrasprotanum og upp úr pottinum hoppa froskar, synda hákarlar, skríða slöngur eða stökkva urrandi ljón með beittar tennur. Einfaldur og yndislegur leikur þar sem allir fá að vera galdrakarlinn.

Leikurinn er svo einfaldur að það er hægt að læra hann strax með því að horfa einu sinni á myndskeiðið hér að neðan. Ég ákvað að grípa sleikjótrommu og nota hana bæði sem trommu og töfrasprota. Börnunum fannst það mjög gaman - eins og auðvitað að setja á sig galdrahattinn og breyta hinum í eitthvað skemmtilegt.

Myndskeið með fjögurra ára börnum

Síðast breytt
Síða stofnuð