Skopparakringlu-galdur

Það er virkilega skemmtilegt að nota túss-skopparakringlur í alls konar litum og ef maður leggur stóran pappírsrenning á gólfið geta börnin jafnvel búið til stórt sameiginlegt listaverk þar sem "krúsídúllurnar" tákna galdur. Það er síðan hægt að skrifa töfraorð inn á blaðið eða teikna galdrakarlinn með töfrasprotann sinn á lofti eins og stelpurnar gerðu í myndskeiðinu hér að neðan. Það var gaman að sjá að þær voru greinilega að teikna galdrakarlshandbrúðuna með handlegginn inni í.

Skopparakringlu-tússið var einhvern tíma fáanlegt í Tiger og Toys-R-Us, en annars er hægt að panta það á netinu. Það eru til nokkrar gerðir; sú sem við erum með heitir "Doodletop Twister". Hún hefur tvö afbrigði, annað handsnúið og hitt sem sett er af stað með smá mótor.

Myndskeið

Síðast breytt
Síða stofnuð