Stafrófsleið til galdrakarlsins

Galdrakarlinn reynir að rugla fyrir okkur svo að við finnum ekki leiðina að kastalanum hans. Hann hefur bókstaflega falið alla bókstafina sem á að nota í stafrófsleiðinni, en börnin eru ekki lengi að finna þá svo að við komumst á leiðarenda þrátt fyrir allt.

Leikurinn

Leikurinn er afar einfaldur. Einn kennari leikur galdrakarlinn og felur alla bókstafina ásamt setningunum úr vísunni. Hann kemur síðan inn og sækir börnin. Hann segir þeim að þau muni aldrei geta fundið leiðina til hans þar sem hann er búinn að rugla stafrófsleiðina gjörsamlega með því að klippa hana í sundur og fela. Leitin og leikurinn hefst. Þegar börnin finna staf leita þau að réttum stað fyrir hann á spjaldinu þangað til að þau hafa fundið allt.

Stafrófsvísan

Þetta er stafrófsvísan sem ég samdi fyrir Stafagaldur. Gaman að segja frá því að ég var sjálf í fjallagöngu þegar ég fékk hugmyndina að henni. Með því að tengja heiti stafanna með setningum sem ríma og leiða okkur í átt að kastalanum verður það auðveldara fyrir börnin að þylja með. Leikurinn hjálpar börnunum síðan að læra að þekkja stafina enda tengist maður svolítið persónulega þeim stöfum sem maður finnur. Hér er pdf-skjal til útprentunar - gjarnan í A3.

Myndskeið

Myndir

Hí hí, ég fann staf!

Hann á að vera hér!

Hvað vantar mikið núna?

Hér er X

Síðast breytt
Síða stofnuð