Töfrapúðinn

Fallegi töfrapúðinn okkar er orðinn sannkallað listaverk í þrívídd. Galdurinn er ofinn þráð fyrir þráð inn í gamla, gráa IKEA-púðann og útkoman hefur orðið sífellt fallegri gegnum margra mánuða saumaskap í samvinnuverkefni barna af mörgum deildum. Töfrapúðinn er í sífelldri þróun og verkefnið getur haldið endalaust áfram. Þegar maður horfir á myndskeiðið skynjar maður að raunverulegu töfrarnir felast tvímælalaust í því hvað töfrapúðinn hefur róandi og slakandi áhrif á alla sem sitja saman við hann og sauma.

Gólfpúðinn sem við notum heitir Sandared og er til í þremur stærðum og litum hjá Ikea.

Myndskeið

Við erum með körfu fulla af mislitu garni og börnin velja sér sjálf lit. Stundum þurfa þau smá aðstoð við að þræða "nálarnar" en annars eru þau mjög sjálfstæð í ferlinu. Það er engin fyrirmynd og engar reglur, og börnin mega koma og fara eins og þau vilja. Ef það eru fleiri börn en nálar, þá geta þau alveg verið tvö og tvö saman og hjálpast að.

Síðast breytt
Síða stofnuð