Dómínókubbar

Dómínókubbar er einn uppáhaldsefniviður minn - ekki síst fyrir frjálsan, skapandi leik. Mér finnst svo frábært hvernig börnin leika sér út um allt gólf, stundum saman, stundum ein. Þau fá margar skemmtilegar hugmyndir sem koma sífellt á óvart og þjálfa um leið bæði hugmyndaflug, verkvit og nákvæmni. Hér á síðunni má sjá nokkur dæmi.

Um daginn var ég að fylgjast með stelpu í leik. Ég varð alveg heilluð af að sjá hvernig hún bjó til mynstur úr kubbunum á mjög listrænan og rannsakandi hátt. Það var ánægjulegt að ég náði að gera smá upptöku af vinnubrögðum hennar.

Það var einnig gaman að fylgjast með þessum strákum sem voru mjög uppteknir af að telja fjöldann í langri (og sífellt lengri) röð af dómínókubbum:

Fjölbreytt og skemmtileg dæmi

Dómínó í Stafagaldri

Kubbarnir eru líka oft notaðir í alls konar verkefnum í tengslum við Stafagaldur. Hér eru þrjú dæmi sem hægt er að skoða nánar: Talnaruna, Vináttutöfratákn og Skapandi stafir.

Dómínó-æði Bjarka

Þegar strákurinn minn var 11 ára fékk hann algera Dómínó-dellu og honum fannst sérstaklega gaman að gera brautir úr kubbunum. Við keyptum handa honum fullt af litríkum kubbum sem voru pantaðir frá Þýskalandi og ég ákvað að panta fyrir leikskólann í leiðinni. Við höfum ekki séð eftir því á Urðarhóli því að þessir kubbar hafa enst okkur sem leikefni í meira en tíu ár.

Hér eru annars fáeinir staðir þar sem hægt er að panta sams konar eða svipaða kubba: Bulk Dominoes í Bandaríkjunum; eða Toppling Dominos og Domino Block í Európu.

Dómínómyndskeið á YouTube

Finna má mörg dómínómyndskeið á YouTube. Hér er eitt skemmtilegt dæmi:

Síðast breytt
Síða stofnuð