V-saga (Vinir)

Í V-sögunni stelur galdrakarlinn öllum vinunum úr leikskólanum og það þýðir að áður en sagan hefst þarf maður að vera búin að útbúa spjöld fyrir kastalann með nöfnum barnanna á deildinni. Það getur líka verið mjög gaman að nota spjöld með myndum - ef maður er með svoleiðis t.d. á valtöflu inni á deildinni. Ef það er gert er líka góð hugmynd að byrja stundina með því að taka eina mynd í einu og sýna börnunum í hvað röð galdrakarlinn stal þeim. Þeim finnst virkilega skemmtilegt að sjá mynd af sér á kastalanum.

Söguþráður

Galdrakarlinn er búinn að stela öllum vinum - en eitt barnið svaf yfir sig og verður að sjá um að fara til galdrakarlsins og bjarga öllum vinum sínum. Vélmennið Valli slæst í för með barninu og á leiðinni hitta þau Vampíru sem er að leita að gervivígtönnunum sínum. Vampíran verður mjög þakklát þegar þeim tekst að finna vígtennurnar hans og gefur þeim töfrapoka í verðlaun. Það vill svo til að í pokanum eru 10 hlutir sem byrja á V og það er einnmitt það sem galdrakarlinn vill fá í skiptum fyrir vinirnar.

"Kallar þú þetta vini?!" segir galdrakarlinn. ”Ég hef reynt að gefa þeim bæði vínber og vanilluís, en þeir vilja samt ekki vera vinir mínir.” ”Það er kannski vegna þess að enginn vill vera vinur einhvers sem rænir manni og lokar mann inni,” svarar barnið að bragði í sögunni. Það getur orðið tilefni til að ræða við börnin hvað alvöru vinátta sé.

Sagan í pdf (kk og kvk)

Spjöld fyrir kastalann

Það þarf að útbúa spjöld með nöfnum og/eða myndum af öllum börnum á deildinni því að þau eru vinirnir sem hefur verið stolið.

Innihald galdrapokans

  • varalitur
  • vínber
  • vaskur
  • vasaklútur /viskustykki
  • vír
  • veski
  • vigt
  • vélmenni
  • vasareiknir
  • vasaljós

Aðrir möguleikar: Vatnsmelóna, vifta, vagn, vagga, vampíra, vatnavísundur, vasi (fyrir blóm), vasi (á föt), vaselín, víkingur.

Síðast breytt
Síða stofnuð