Galdrakarlinn og dísin

Þessi leikur er virkilega skemmtilegur og börnin vilja leika hann aftur og aftur. Þegar hann er leikinn í fyrsta skipti er best að fullorðinn taki að sér hlutverk galdrakarlsins og dísarinnar til að sýna börnunum hvað þau gera, en síðan taka börnin við og leika þessi hlutverk sjálf.

Lýsing á leiknum

Stjórnandi leiksins leikur galdrakarl og dís (eða hefur aðstoðarmann). Krakkarnir leika börn sem fara út í skóg að leika sér. En þá kemur galdrakarlinn og þau fela sig (hjúfra sig niður).

Galdrakarlinn segir: "Ég finn barnaþef! Oj bara, ég er með ofnæmi fyrir börnum!" Galdrakarlinn hnerrar síðan.

"Ha, ha, börnin halda að þau geti falið sig í skóginum mínum, en ég sé þau og ég breyti þeim í steina - og svo stel ég einu!"

Galdrakarlinn snertir öll börnin og setur teppi yfir eitt, hverfur af vettvangi og inn kemur dísin.

Hún er skelfingu lostin yfir aðgerðum galdrakarlsins: "Æ, aumingja börnin! Hefur galdrakarlinn nú verið svona vondur við ykkur. Nú skal ég leysa ykkur úr álögum með töfrasprotanum mínum!"

"En það vantar eitt barn! Hverjum stal galdrakarlinn?"

Það er líka hægt að breyta leiknum þannig að álfadísin sé fyrir utan og eigi að giska á hver sé undir teppinu, og að það sé hún sem fái vísbendingarnar frá hinum börnunum.

Myndskeið

Tenging við læsi

Í myndskeiðinu hér að ofan var nokkuð auðvelt fyrir börnin að sjá út hver var undir teppinu, en ef börnin eru mörg geta þau misst yfirsýn og leikurinn þannig orðið erfiðari, svolítið eins og "Hver er undir teppinu" í hefðbundinni útgáfu. Þá er hægt að nota vísbendingar eins og hvað það eru mörg atkvæði í nafninu eða hver fyrsti bókstafurinn í því sé.

Síðast breytt
Síða stofnuð