H-saga (Hljóðfæri)
Í H-sögunni er aukaþraut þar sem við þurfum að hlusta á hljóðdæmi og para við myndir af 10 mismunandi hljóðfærum. Við uppgötvum líka að mörg dýr byrja á H.
Söguþráður
Galdrakarlinn er búinn að stela öllum hljóðfærum á landinu og leikskólabörnin eru mjög svekkt þar sem þau ætluðu að búa til hljómsveit og spila saman. Hjálpardýrið í sögunni er hundur sem fer með barninu til galdrakarlsins til að fá hann til að skila hljóðfærunum aftur. Á leiðinni hitta þau hafmeyjuna Hafdísi sem er svo hás að hún getur ekki sungið og hjálpa henni að búa til hóstasaft úr holtasóleyjum. Þau fá galdrapoka í þakkargjöf og í honum eru 10 hlutir sem byrja á H. Galdrakarlinn vill hins vegar líka að barnið leysi aðra þraut sem er að hlusta á hljóðdæmi og heyra hvaða hljóðfæri er verið að spila á. Barnið hlustar og parar saman við myndirnar 10 sem eru á spjöldunum á kastalanum.
Sagan í pdf (kk og kvk)
Spjöld fyrir kastalann
PDF-skjal til útprentunar (2 bls.)
Innihald galdrapokans
- Hestur
- Hundur
- Hákarl
- Hæna
- Hani
- Hafmeyja
- Hringur
- Hús
- Hermaður
- hanski
Fleri orð sem byrja á H: Háhyrningur, hrista, hurð, hindber, hamstur, hýena, hrisgjón, haframjöl, hengirúm,