
Leikur í holukubbunum
Þessi leikur í holukubbunum varð til í framhaldi af því að við vorum búin að vera með Stafagaldur-sögustund í kringum Öskudaginn (Ö-sagan).
Tvær stelpur byrjuðu að byggja kastala galdrakarlsins og vildu síðan bæta við skilti til að fæla óviðkomandi frá. Þær skrifuðu: "Galdrakarlinn vill ekki fá heimsókn" og "Bannað að fara á þetta svæði". Síðan náðu þær í galdrakarlsbúninginn inn á deild og fleiri börn bættust í hópinn og vildu klæða sig í búning eins og í stafagaldursögunni, þar sem galdrakarlinn hafði einmitt stolið öllum búningum á landinu.
Síðast breytt
Síða stofnuð