
P-saga (Páskar)
Í páskasögunni koma fyrir málshættir þar sem það er hefð fyrir því að vera með málshætti í íslenskum páskaeggjum.
Söguþráður
Vondi galdrakarlinn hefur stolið öllum páskaeggjunum. Páskahérinn (sem talar svolítið skringilega þar sem hann notar mikið af málsháttum) slæst í för með barninu til að endurheimta þau. Á leiðinni losa þau prinsessu úr fjötrum og hljóta töfrapoka að launum. Galdrakarlinn vill fá 10 hluti sem byrja á P áður en hann skilar páskaeggjunum, og þar kemur töfrapokinn að góðum notum.
Sagan í pdf (kk og kvk)
Spjöld fyrir kastalann


PDF-skjal til útprentunar (2 bls.)
Athugið: Aftan á spjöldunum eru málshættir.
Innihald galdrapokans
- peningur
- pizza
- plóma
- páfagaukur
- paprika
- panda
- páskalilja
- plástur
- pakki
- plastpoki
Síðast breytt
Síða stofnuð