Ritæfing

Í næstum því öllum Stafagaldurssögunum eru 10 hlutir í töfrapokanum sem allir byrja á sama upphafsstaf. Þessa hluti er síðan hægt að nota í ritæfingu þar sem börnin æfa sig í að móta stafina og skrifa upp alla hlutina sem eru í töfrapokanum.

Börnin fá blað sem þau skrifa orðin á. Þau hafa fyrirmynd, þannig að þau þurfa í sjálfu sér ekki að vita hvernig orðið er skrifað. Þau skrifa orðin í hvaða röð sem þau vilja. Ef börnin eru síðan ekki viss um hvað orð þau eiga eftir að skrifa er góð hugmynd að segja þeim að bera saman orð á spaldi við þau orð sem þau hafa skrifað til að sjá hvort það sé nú þegar á blaðinu eða vanti.

13 orð sem byrja á jól

Markmiðið er ekki endilega að æfa börnin í að skrifa og/eða lesa ákveðin orð, heldur fyrst og fremst að þjálfa þær fínhreyfingar sem þarf til að móta stafina. Auk þess fá þau þjálfun í að bera saman orð og fyrirmynd, einkum þegar þau þurfa að finna út hvað þau eru búin að skrifa og hvað er eftir af listanum.

Dæmi um nýskilning

Þegar við vorum að gera þessa ritæfingu einu sinni hrópaði allt í einu eitt barnið upp fyrir sig: "Hei, þetta byrjar allt á K!" - þrátt fyrir að það að vera nýbúið að heyra það í sögunni að galdrakarlinn vildi fá 10 hluti með K. Það er góð áminning um það að það er munur á því að þekkja frasann að eitthvað "byrji á sama staf" og virkilega að skilja hvað í því felst. Eins og dæmið sýnir getur þessi æfing einmitt stuðlað að slíkum skilningi.

Að búa til orðaspjöld í tölvunni

Við börnin ákváðum að búa til almennileg spjöld fyrir ritæfinguna, þannig að þau skiptust á að velja sér orð og slá þau inn í fartölvuna. Síðan prentuðum við út, klipptum til og límdum. Meðal annars læra börnin þá hvernig maður gerir kommu yfir íslensku broddstafina á lyklaborðinu.

Orð sem byrja á K

Orð sem byrja á G

Síðast breytt
Síða stofnuð