Skapandi stafir

Við erum um þessu mundir að vinna í því að búa til helt stafróf úr skapandi stöfum. Þetta er samvinnuverkefni og nokkrir hópar hafa nú þegar komið að því. Börnin velja sér staf sem vantar í stafrófinu og finna síðan efnivið til að þekja stafinn og skreyta. Það getur að sjálfsögðu verið allt sem þeim dettur annars í hug en gaman er einmitt að reyna að finna eitthvað nýtt fyrir hvern staf.

Það er reyndar líka gaman að dreifa öllum bókstöfunum um gólfið og láta börnin ganga sjálf til verks og vinna saman. Matsalurinn verður mjög skrautlegur á meðan :)

Hér má sjá dæmi um stafi úr stafrófinu okkar. Við tökum alltaf mynd af hverjum staf fyrir sig áður en við göngum aftur frá dótinu. Síðan er stafurinn prentaður út í ljósmyndastærð og settur í stafrófsfalbúmið okkar.

Myndskeið

Stafir úr okkur

Notum okkur sjálf og líkama okkur til að mynda stafi. Hvað þarf mörg börn til að mynda og fylla bókstafinn O? Það gæti verið gaman að búa til stoppdans og nota þessa hugmynd um að mynda stafi með líkamanum.

Pínu flókið en mjög gaman þegar það tekst

Er hægt að sjá stafi hér?

Ég elska þegar sköpunarmáttur barnanna birtist í óvenjulegu samhengi eins og t.d. við matarborðið. Ég reyni þá alltaf að grípa tækifærið og ræða við barnið um það myndræna í því sem það er að gera, bæði liti, form og uppbyggingu. Stundum er jafnvel hægt að sjá stafi í útkomunni og þá er upplagt að ræða það líka.

Síðast breytt
Síða stofnuð