J-saga (Jól)

Í þessari sögu erum við að vinna með samsett orð (orðatengingar). Það segir sig sjálft að við notum söguna í desember, gjarna um það leyti þegar Stekkjastaur kemur til byggða. Börnunum finnst jólasagan alltaf skemmtileg, þannig að við notum hana jafnvel þegar ekkert barnanna er með nafn sem byrjar á J. (Ef einhver barnanna eru með sama upphafsbókstaf er það annaðhvort þeirra sem fær að segja jólasöguna í staðinn).

Söguþráður

Galdrakarlinn stelur öllum jólasveinunum, sem er auðvitað alveg hrikalegt, þar sem öll börn landsins myndu þá ekki fá neitt í skóinn! Leikskólabarnið ákveður að bjarga málunum ásamt jólahundinum og leggur af stað í átt að kastala galdrakarlsins. Á leiðinni bjarga þau jólakettinum niður úr tré og fá töfrapoka í þakkargjöf. Í pokanum eru 13 hlutir sem byrja á "jól-" og það er einmitt það sem galdrakarlinn vill fá í skiptum fyrir jólasveinana.

Sagan í pdf (kk og kvk)

Spjöld fyrir kastalann

Við höfum hingað til notað myndirnar af mjólkurfernunum, en þar sem það er höfundarréttur á þeim er ekki hægt að setja þær inn hér. Við erum að vinna að því að búa til nýjar myndir og setjum þær hér inn, vonandi fyrir jól :).

Innihald galdrapokans

Jólahundurinn

Það sem ég er með í pokanum:

  • Jólatré
  • Jólasveinahúfa
  • Jólasveinn (úr plasti)
  • Jólagjöf/-pakki
  • Jólaskraut
  • Jólastjarna
  • Jólakúla
  • Jólakort
  • Jólaservíetta
  • Jólapappír
  • Jólasokkur
  • Jólaengill
  • Jólakerti

Aðrir möguleikar: jólahjarta, jólabarn, jólakonfekt.

Það er líka gaman að tala við aðra hluti sem byrja á "jóla-" en sem ekki er hægt að setja í pokann, eins og t.d. jólaball, jólalag, jólafrí, jólagleði og jafnvel jólamatur.

Síðast breytt
Síða stofnuð