Stafagluggi

"Þú verður að sjá! Þú verður að sjá!" Svona var tekið á móti mér á einni deildinni í dag þegar ég kom í heimsókn af því að ég frétti af því að þau höfðu verið að setja upp Stafaglugga með stafnum K. Það sem var svo gaman var að þau höfðu fundið alla hlutina á 15 mínútum og voru nú hoppandi kát og glöð yfir hvað þeim hafði tekst að finna mikið á svo skömmum tíma.

Ég bað þau um að hjálpa kennaranum sínum að búa til lista svo að ég gæti sett hann hérna á síðuna og voru þau mjög hjálpsöm og töldu upp allt í glugganum svo ekkert skyldi gleymast.

Listinn

  • krummmi
  • kubbar
  • kylfa
  • karl
  • kona
  • klósettpappír
  • kýr
  • kál
  • krullu-rúlla
  • kanna
  • krani
  • kennaratyggjó
  • kúla
  • krydd
  • köngull
  • klemma
  • krakkar
  • klaki
  • krús
  • krem
  • krókódíll
  • kanína
  • kókdós
  • kengúra

Ég er frekar viss um að þegar ég kíki aftur í heimsókn í næstu viku þá verði búið að bætast í gluggann þvi að börnin voru strax að tala um að það vantaði kóng og kónguló, kassa og kisu. Kannski einhver kennari skilji eftir kaffibolla með köldu kaffi líka, hver veit?

Myndskeið

Síðast breytt
Síða stofnuð